Torfholt 14, 840 Laugarvatni. EINBÝLI MEÐ AUKAÍBÚÐ.
Fold fasteignasala kynnir í einkasölu: Glæsilega húseign með aukaíbúð á útsýnisstað á Laugavatni.
Frábær staðsetning, með útsýni yfir Laugarvatn og með mikilli fjallasýn, meðal annars til Heklu.
Skipti koma til greina á íbúð á Höfuðborgarsvæðinu eða á Selfossi.Efri hæð:Komið er inn í flísalagða ytri forstofu með fataskáp.
Parketlagt
sjónvarpshol.Eldhús með fallegri nýlegri innréttingu (2016/2017), uppþvottavél, spanhelluborði, bakarofni og örbylgjuofni frá 2022. Tvöfaldur ísskápur fylgir.
Borðstofa og stofa eru parketlagðar. Kamína í stofu. Frá stofunni er útgengt út á vinkil
svalir í
suður og vestur með með frábæru útsýni yfir vatnið og til fjalla, meðal annars Heklu.
Rúmgott
hjónaherbergi, parketlagt og með góðu skápaplássi. Frá því er
útgengt á svalirnar.Tvö
rúmgóð herbergi með parketi. Annað herbergið er opið fram á gang í dag, en auðvelt er að loka því aftur.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, með
baðkari og sturtu, góðri innréttingu með vaski og upphengdu salerni. Baðherbergið var endurnýjað 2016/2017.
Neðri hæð:Þvottahús með glugga, dúk á gólfi, nýlegri innréttingu og vaski. Þvottahúsið er með lokaðri hurð inn í aukaíbúð en mögulegt er að opna hana á ný.
Góð
geymsla með dúk á gólfi er undir tröppum.
Hitakompa með nýlegum forhitara fyrir neysluvatn.
Innangengt er í
bílskúr með geymslurými frá stigaholi Í bílskúr er
3ja fasa rafmagn og gryfja. Innkeyrsluhurðin er álflekahurð með rafmagnsopnara.
Hellulagt bílaplan með hitalögn undir (eftir að setja forhitara).
Fallega ræktuð og hönnuð lóð með álfasteini.
10 fm
garðhús fylgir.
Góður
pallur er við húsið og á honum er
heitur pottur.Aukaíbúð með sérinngangi á jarðhæð:
( Einnig getur verið innangengt frá stigagangi hússins)Stofa með harðparketi.
Eldhús með borðstofu, Innrétting frá 2005 með uppþvottavél, Gorenje eldavél með bakarofni og ísskáp.
Tvö svefnherbergi með harðparketi, annað þeirra með skáp.
Baðherbergi er flísalagt með "walk-in" sturtuklefa, upphengdu salerni og tengi fyrir þvottavél. Það var endurgert árið 2009
Húsið er frábærlega staðsett á Laugavatni,: Hús sem hentar fyrir stóra fjölskyldu eða sem tvær aðskildar einingar. Á svæðinu er sundlaug og Fontana spa, veitingastaðir auk veitingastaða í nágreni, svo sem Efstadal. Góð íþróttaaðstaða og skólar frá leikskóla til menntaskóla. Stutt er í níu holu golfvöll og merktar gönguleiðir eru í fjallinu. Kaupendur geta fengið stóran hluta innbús keyptan skv. nánara samkomulagi.Myndir sem eru fyrir aftan teikningar eru af aukaíbúðinni.
Fold fasteignasala
552-1400, Sóltúni 20, 105 Reykjavík.
Viðar
694-1401, Gústaf Adolf
895-7205, Ævar Dungal
897-6060, Vala 6950015
https://fold.is -
[email protected]Við erum á
Facebook