Gjaldskrá Foldar fasteignasölu: Söluþóknun er umsemjanleg og fer eftir tegund, stærð og verði hinnar seldu eignar. Almennt er söluþóknun á bilinu 1,5 - 2,5% af söluverði eignar, auk virðisaukaskatts. Kostnaður við gagnaöflun er frá kr. 37.200.- með virðisaukaskatti og er skránig á helstu vefmiðlum ( mbl.is, visir.is, fold.is og frettabladid.is innifalin í gjaldinu. Fyrir auglýsingar í prentmiðlum er greitt samkvæmt gjaldskrá miðilsins en eigendur eigna í einkasölu fá 20% afslátt. Umsýsluþóknun leigutaka og kaupenda er frá 49.600 kr., með virðisaukaskatti. Munnlegt söluverðmat er frítt. Ef óskað er eftir skriflegu verðmati íbúðarhúsnæðis er kostnaður við það umsemjanlegur eftir umfangi, lágmarkskostnaður er kr. 43.400.- með vsk. Kostnaður við mat atvinnuhúsnæðis fer eftir umfangi verks. Ef um er að ræða skjalagerð án söluferlis, þ.e. skoðun og verðmat íbúðar, aðstoð við tilboðsgerð, gerð kaupsamnings, afsals og annara skjala er viðskiptin varða er þóknun umsemjanleg, fer eftir umfangi verksin og er yfirleitt á bilinu kr. 250.000. - 372.000. með virðisaukaskatti fyrir minni eignir. Þóknun fyrir milliigöngu við útleigu eigna er mánaðarleiga auk vsk.