Fold fasteignasala 552-1400, Sóltúni 20, kynnir til LEIGU: 3ja herbergja íbúð í Skarðshlíð í Hafnarfirði.
Björt 82,4 fm íbúð við Brenniskarð 1A til leigu.Nánari lýsing:Komið er inn í stigahús með lyftu. Íbúðin er á fjórðu hæð.
Forstofa með upphengdum skáp og spegli á vegg.
Sjónvarpsskenkur á gangi.
Frá
stofu er gengið út á rúmgóðar og sólríkar svalir.
Tvö svefnherbergi með skápum.
Eldhús með litlum borðkrók. L- laga innrétting með innbyggðum tækjum.
Á
baðherbergi er
þvottaaðstaða og tengi fyrir þvottavél. Þröskuldlaust aðgengi að sturtuklefa. Innrétting við handlaugina.
Harðparket og flísar á gólfum.
Geymsla fylgir ekki.
Leiguverð á mánuði er 350.000 kr. og er þá hússjóður, rafmagn og hiti innifalinn.
Nánari upplýsingar veitir Vala Georgsdóttir löggiltur fasteignasali og leigumiðlari í síma 6950015, tölvupóstur
[email protected].