Fold fasteignasala 552-1400 kynnir nýtt á skrá og í einkasölu: Fjárshústunga 12, Borgarbyggð - 90 mín akstur frá Reykjavík.
Heilsárshús í Borgarfirði - Fjárhústunga 12 - í landi Stóra-Áss - í nágrenni Húsafells og Hraunfossa/Barnafossa.
Vel byggður og hlýlegur bústaður með góðri útiaðstöðu og stórri verönd á kjarri vaxinni lóð.
Eignarlóð - hitaveita - heitur pottur. Parket og dúkur á gólfum. Góð staðsetning, síðasta húsið í botnlanga.Þegar inn er komið tekur við forstofa, fatahengi - gangur.
Fjögur svefnherbergi. Tvö herbergi með tvíbreiðum rúmum. Tvö koju herbergi.
Stofa, borðstofa og eldhús saman í opnu rými.
Góð eldhúsinnrétting með góðum tækjum. Uppþvottavél fylgir.
Baðherbergi m/sturtuklefa og innréttingu. Útgengt þaðan út á pall og beint í pottinn.
Geymsla m/tengi fyrir þvottavél og þurrkara ásamt hillum.
Í heildina góður bústaður með góðu innra skipulagi.
Ásgil er í göngufæri frá bústaðnum og 30 mínútna gangur er að Barnafossum. Um 10 mínútna akstur í Húsafell þar sem er hótel, sundlaug og golfvöllur ásamt ýmiss konar þjónustu. Langjökull er í næsta nágrenni og stutt í veiði.
Ótakmarkað heitt vatn frá hitaveitu landeiganda - 200 þús greitt á ári fyrir heitt og kalt vatn.
Bústaðurinn er byggður árið 2000 á 1/2 hektara kjarrivaxinni eignarlóð.
Nánari upplýsingar gefur Gústaf Adolf lgf.,
[email protected] / 895-7205.