552 1400

Viðar Böðvarsson

Framkvæmdastjóri

Fín fast­eigna­sala í mars

„Sam­kvæmt nýbirt­um töl­um Þjóðskrár Íslands hækkaði íbúðaverð á höfuðborg­ar­svæðinu að meðaltali um 0,1% milli fe­brú­ar og mars. Verð á fjöl­býli hækkaði um 0,7% en verð á sér­býli lækkaði um 1,8%. Tals­vert flökt get­ur verið á verðþróun milli ein­stakra mánaða, sér­stak­lega á sér­býli, og því ekki óal­gengt að það mæl­ist af og til lækk­un. Lækk­un­in nú er þó sú mesta sem hef­ur mælst milli mánaða síðan í ág­úst 2014,“ seg­ir í Hag­sjánni. 

Síðustu miss­eri hef­ur þróun íbúðaverðs verið með afar ró­leg­um hætti og hækk­an­ir í aukn­um mæli verið í takt við hækk­an­ir á verðlagi annarra vara, með þeim af­leiðing­um að raun­verðshækk­an­ir eru nú minni en oft áður seg­ir í Hag­sjá Lands­bank­ans. 

„Viðskipti með íbúðar­hús­næði voru býsna mörg í mars og bend­ir ým­is­legt til þess að staðan sé nokkuð góð á íbúðamarkaði. Vext­ir á íbúðalán­um hafa víða lækkað og kaup­mátt­ur hef­ur auk­ist. Allt frá því í fe­brú­ar 2019 hef­ur 12 mánaða hækk­un kaup­mátt­ar launa mælst ofar hækk­un raun­verðs íbúða. Það er því margt sem bend­ir til þess að íbúðakaup séu nokkuð hag­stæð á þess­ari stundu. Á móti kem­ur þó að óvissa er afar mik­il,“ seg­ir enn­frem­ur.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Þjóðskrár var 584 kaup­samn­ing­um um íbúðar­hús­næði þing­lýst í mars og voru viðskipti 5% fleiri en í mars fyr­ir ári síðan, þegar 557 kaup­samn­ing­um var þing­lýst.

Það sem af er ári hef­ur 1.904 kaup­samn­ing­um um íbúðar­hús­næði á höfuðborg­ar­svæðinu verið þing­lýst sem er 5% aukn­ing miðað við sama tíma í fyrra. 


Til baka