552 1400

Viðar Böðvarsson

Framkvæmdastjóri

Vísitala Íbúðarverðs

 

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,3% milli júní og júlí samkvæmt nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands og hefur nú hækkað um samtals 5,2% undanfarið ár. Árshækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu mælist sú sama í júlí eins og í júní. Í júlí í fyrra hafði íbúðaverð hækkað um 19% á einu ári og eru verðhækkanir á íbúðum því talsvert hóflegri en fyrir ári síðan.Hlutfall vísitölu íbúðaverðs og vísitölu neysluverðs, sem líta má á sem raunverð íbúða, hækkaði um 0,3% á milli júní og júlí og hefur nú hækkað um 2,4% á undanförnum 12 mánuðum. Árshækkun raunverðs íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki mælst minni á þennan mælikvarða síðan í ágúst 2013.


Til baka