552 1400

Viðar Böðvarsson

Framkvæmdastjóri

Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkar og viðskipti aukast

Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu umtalsvert árið 2015, eða um 9,4% frá fyrra ári. Þar af hækkaði verð íbúða í fjölbýli um 10% og í sérbýli um 7,6%. Þetta eru mestu hækkanir milli ára síðan 2007. Í desember hækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu um 1,4% milli mánaða í desember, 

Í þjóðhagsspá Hagfræðideildar Landsbankans í nóvember 2015 var því spáð að fasteignaverð myndi hækka um 9,5% á árinu 2015 og reyndist sannspá. Hagfræðideildin spáir 8% hækkun fasteignaverðs á ári næstu þremur árum. Verðbólga hefur verið lág á árinu og því hefur raunverð fasteigna hækkað umtalsvert. 

Verðhækkanir í stærri sveitafélögum utan höfuðborgarsvæðisins eru mismunandi milli bæjarfélaga, og sums staðar var hækkunin meiri eða álíka og á höfuðborgarsvæðinu. Hækkun íbúðaverðs á Akureyri milli ára var t.a.m. töluvert meiri en á höfuðborgarsvæðinu, en hækkanirnar í Vestmannaeyjum og í Fjarðabyggð voru svipaðar og á höfuðborgarsvæðinu. Árborg og Reykjanesbær skera sig nokkuð úr og hefur verðið lækkað í Árborg og hækkað lítillega, eða um 2,6% í Reykjanesbæ.

Það er ljóst að verulega vantar á að framboð íbúða anni eftirspurn og  þörf er á nýjum íbúðum inn á fasteignamarkaðinn til þess að hægt sé að anna vaxandi eftirspurn. Hagfræðideild Landsbankans spáir áframhaldandi hækkun fasteignaverðs næstu þrjú árin.


Til baka