552 1400

Viðar Böðvarsson

Framkvæmdastjóri

Gott að hafa í huga

 1. Hafið íbúðina hreina og bjarta, þ.e. dragið frá gluggatjöld ef sýnt er að degi til, og hafið ljós kveikt ef sýnt er eftir að myrkvar.
 2. Hafið aðgengi og umhverfi húss eins snyrtilegt og mögulegt er; útihurð hreina, eða ný málaða, og garðinn sleginn. Aðkoman að húsinu er það fyrsta og síðasta sem væntanlegur kaupandi sér og getur því ráðið úrslitum um hvaða skoðun hann myndar sér.
 3. Ekki afsaka smáatriði sem aflaga hafa farið, það virkar illa á væntanlegan kaupanda. Ef skápahurð stendur á sér eða pakkning í krana er ónýt, borgar sig að lagfæra það áður en farið er að sýna fasteignina.
 4. Loftið vel út áður en þið sýnið íbúðina, sérstaklega ef reykt er í íbúðinni.
 5. Gæludýraeigendum er bent á að sjá til þess að dýrin ónáði ekki þá sem skoða. Sumir eru hræddir við dýr og gæti liðið illa innan um þau.
 6. Takið vel til áður en íbúð er sýnd og athugið að ef skápar eru yfirfullir þá virðast þeir minni. Sama gildir um bílskúra og geymslu.
 7.  Hafið hrein og smekkleg handklæði og baðhengi á baðherbergi.
 8. Mikilvægt er að rúm séu snyrtilega umbúin.
 9. Ef kveikt er á útvarpi eða sjónvarpi lækkið þá hljóðstyrkinn eða spilið lágstemmda rólega tónlist.
 10. Dragið fram kosti íbúðarinnar. Vekið athygli á útsýni ef að það er einn af kostum íbúðarinnar og gangið með þeim sem er að skoða að glugganum eða opnið svalir. Ef arinn er í íbúðinni getur það haft jákvæð áhrif að kveikja upp í honum. Ekki vera ýtin eða of uppáþrengjandi. Leyfið skoðendum að skoða í ró og næði og verið til taks til að upplýsa þá um það sem máli skiptir.
 11. Ef fólk spyr um verð, kjör, fylgifé eða áhvílandi lán, bendið þeim þá að hafa samband við Fold fasteignasölu. Það er hlutverk fasteignasölunnar að vinna úr þeim málum.       

Gangi ykkur vel!
 


Til baka