552 1400

Viðar Böðvarsson

Framkvæmdastjóri

Nokkur atriði sem gott er að líta fram hjá í leitinni af draumaheimilinu

Þegar þú ferð að skoða íbúð eða hús þá getur oft verið erfitt að sjá þig fyrir þér í rýminu, oft eru persónulegur munir eins og myndir eða verðlaunagripir uppi við og eignin ekki innréttuð eins og þú myndir vilja hafa hana, en mikilvægt er að reyna horfa fram hjá þessum atriðum þar sem möguleiki er á því að þetta sé rétta eignin fyrir þig.

Hér er listi yfir nokkra hluti sem þú ættir að líta fram hjá þegar þú ert að skoða eign

  1. Engin ást við fyrstu sýn. Það að íbúðin heilli þig ekki við fyrstu sýn þýðir það ekki að þetta sé ekki rétta eignin fyrir þig, reyndu að ímynda þér hvernig hún liti út eftir smá breytingar og þá gætir þú áttað þig á að þetta er þín draumaeign.

  1. Eldra hús. Þó að mikilvægt sé að fá það á hreint hvort að eignin þarfnist viðhalds og hvort eitthvað og þá hvað hafi verið gert fyrir hana þá má ekki gleyma að mörg eldri hús eru mjög vel byggð og nýtt þarf ekki endilega að þýða meiri gæði. Eldri hús eru oft með mikinn sjarma og ef þau þarfnast viðhalds þá eru þau oft ódýrari en sambærilegar eignir.

 

  1. Málning. Ef þú labbar inn í hús sem er máluð í hræðilegum litum, (að þínu mati!) ekki gefa hana strax upp á bátinn og mundu að málning er ekki dýr. Reyndu að sjá eignina fyrir þér eins og að hún væri máluð í litum að þínu skapi.

  1. Gólfefni. Er íbúðin teppalögð eða með mismunandi gólfefni á hverju herbergi? Ekki örvænta því ný gólfefni geta gjörsamlega breytt útliti íbúðarinnar. Gólfefni eru til í mörgum mismunandi verðflokkum og þarf alls ekki að vera dýrt né tímafrekt að skipta þeim út.

  1. Lykt. Oft er lykt það fyrsta sem við tökum eftir við það að labba inn í hús, sérstaklega ef hún er skrítin. Það má ekki gleyma að lyktin fylgir ekki húsinu og ætti að hverfa þegar að íbúðin er þrifin.


Til baka