552 1400

Viðar Böðvarsson

Framkvæmdastjóri

Eru fyrstu íbúðarkaupin á döfinni?

Góður undirbúningur skiptir miklu máli þegar farið er í fyrstu íbúðarkaupin. Ef þú ætlar að kaupa þína fyrstu íbúð á árinu þá er ýmislegt sem að þú getur gert til að byrja undirbúninginn. Hér eru nokkur atriði sem gott er að huga að áður en þú kaupir draumaíbúðina þína.

  1. Hversu dýra eign ræður þú við að kaupa? Mjög gott er að gera bráðabirgðagreiðslumat til þess að þú fáir einhverja hugmynd um á hvaða verði þú getur keypt miðað við eigið fé og tekjur. Þrátt fyrir að lánsupphæð geti breyst við endanlegt greiðslumat þá er þetta gott tól til að notast við þegar verið er að byrja í íbúðarleit.

Hér getur þú gert bráðabirgðagreiðslumat: http://www.ils.is/xVefur/Greidslumat/bgreidslumat.aspx

  1. Nú þegar þú ert kominn með einhverja hugmynd um kaupverð þá er gott að huga að því hvernig þú ætlar þér að fjármagna kaupin. Mjög gott getur verið að skoða mismunandi lánareglur og lánakjör hjá bönkum og lánastofnunum og ef að það vantar upp á útborgun þá þarf að huga að því hvernig skal brúa það bil.

  1. Þegar þú ert búinn að skoða fyrstu 2 atriðin á listanum þá byrjar skemmtilegi parturinn, að ákveða hvernig íbúð þú vilt kaupa og getur keypt miðað við það fjármagn sem að þú hefur; óska staðsetning, fermetrar, hversu mörg svefnherbergi , byggingarstig o.s.frv.

  1. Frábær staður til að byrja fasteignaleit er inn á fasteignasíðum á internetinu t.d. fold.is, mbl.is/fasteignir og fasteignir.visir.is. Þegar þú ert búinn að finna íbúðir sem vekja áhuga þinn þá er næsta skref að fara að skoða, mjög gott er að mæta á opin hús þar sem það er í boði, þá er oftast sölumaður á svæðinu sem ætti að geta svarað öllum þínum spurningum.

  1. Þegar búið er að velta fyrir sér kostum og göllum og þú heldur að rétta eignin sé fundin þá er næsta skref að hafa samband við sölumann á fasteignasölunni sem sér um sölu eignarinnar og gera kauptilboð. Gangi þér vel


Til baka